Um Melodiu

MELODIA, kammerkór Áskirkju er skipaður 18 söngvurum sem allir eru söngmenntaðir og hafa mikla reynslu í kórsöng. Kórinn syngur við kirkjulegar athafnir ásamt því að koma fram á tónleikum og við önnur tækifæri. Á efnisskrá kórsins eru margar af dáðustu kórperlum klassískra tónbókmennta en kórinn leggur einnig áherslu á að flytja nútímakórverk, bæði frumsamin og útsett.

Árið 2014 tók Melodia þátt í Béla Bartók-kórakeppninni í Ungverjalandi sem er ein af Grand Prix-kórakeppnunum. Þar hlaut kórinn annað sæti í flokki kammerkóra og var valinn til að keppa í Grand Prix flokki. Að auki hlaut Melodia sérstaka viðurkenningu fyrir flutning á verki sem samið er eftir 2009.

Kórinn hefur gefið út þrjá geisladiska. Það er óskaland íslenskt kom út árið 2004 en á honum flytur kórinn íslensk ættjarðarlög. Diskurinn var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Um jólin 2008 kom út geisladiskurinn Það aldin út er sprungið. Síðla árs 2015 gaf kórinn út hljómdisk sem inniheldur útsetningar samtímatónskálda á íslenskum þjóðlögum. Margar útsetningarnar voru unnar sérstaklega fyrir diskinn og enn aðrar hafa ekki komið áður út á hljómdiski. Diskurinn ber einfaldlega nafn kórsins og var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum Plata ársins í sígildri og samtímatónlist.

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

MELODIA is an Icelandic chamber choir, consisting of 18 classically trained singers. The choir sings at church services and festivals in Áskirkja (Áschurch) and performs at concerts and other events. The choir performs both sacred and secular choral works with a special emphasis on works by contemporary composers.

In 2014 Melodia took part in the Béla Bartók International Choir Competition in Hungary and shared second place in the chamber choir category. Melodia was selected to sing for the Grand Prix prize and was awarded a special prize for the performance of a choral work composed after 2009.

Melodia has published three albums. The first one,Það er óskaland íslenskt (2004),contains Icelandic songs and was nominated for the Icelandic Music Awards. The second,Það aldin út er sprungið (2008) – a Christmas album – was very well. In 2015 Melodia released its namesake album, containing contemporary arrangements of Icelandic folk songs, many of them arranged especially for the album while others being published for the first time. This most recent album was nominated for the Icelandic Music Award in the Best Album category.